08.08.1914
Neðri deild: 38. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 962 í B-deild Alþingistíðinda. (925)

115. mál, kaup á Þorlákshöfn

Sigurður Sigurðsson:

Út af því, sem háttv. l. þm. Húnv. (G. H.) sagði um það, að jörðin hefði hækkað í verði á síðari árum, vegna fasteignabrasks, þá vil eg geta þess, að fyrir 20 árum datt þáverandi eiganda jarðarinnar ekki í hug að láta hana innan við 30 þús. kr. Jafnvel þótt jörðin ætti að kosta 50–60 þús. kr., þá er svo langt frá að eg álíti það gífurlegt, heldur finst mér það þvert á móti sanngjarnt, þar sem er að ræða um annan eins framtíðarstað og Þorlákshöfn er, væri henni sómi sýndur.