03.07.1914
Neðri deild: 2. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í B-deild Alþingistíðinda. (93)

58. mál, skipströnd

Ráðherra (H. H.):

Á síðasta þingi var því hreyft af háttv. þm. A.-Sk. (Þ. J.), að mikill bagi væri víða þar eystra að skipsflökum, sem enginn hirti og enginn vissi um eiganda að. Var þá samþykt þingsályktunartillaga, þar sem skorað var á stjórnina að taka þetta til athugunar. Þetta hefir nú verið gert, og því er þetta frumvarp fram komið. Tilgangur þess er að gera mönnum hægt fyrir að losna við skipsflökin, þó svo að útgerðarmenn og ábyrgðarfélög geti haft svigrúm til þess að bjarga því sem þau vilja bjarga og geta náð innan sanngjarns frests, og geti ekki haft ástæðu til að klaga yfir því, að íslenzk löggjöf svifti þá rétti sínum.

Að öðru leyti læt eg mér nægja að vísa til athugasemdanna við frumv.