13.07.1914
Neðri deild: 10. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 993 í B-deild Alþingistíðinda. (964)

42. mál, ritsíma og talsímakerfi Íslands

Bjarni Jónsson:

Eg skil það ekki, hví gagnalaust sé að færa síma úr 3. flokki í 2. flokk.

Mér skildist á orðum háttv. þm. S. Þing. (P. J.), að ekki væri hægt að leggja fleiri síma vegna skorts á vinnukrafti. Eg hélt, að nægan vinnukraft væri hægt að fá, ef ekki hér á landi, þá frá öðrum löndum.

Önnur ástæða sama háttv. þm. var sú, að lánið mundi ekki hrökkva. En hér er ekki um eitt lán að ræða. Samkvæmt 8. gr. símalaganna er landsstjórninni veitt heimild til að taka mörg lán, og þá heimild getur hún notað smámsaman eftir þörfum.

Eg er meðmæltur því, að öll þessi símafrumv. verði lögð til einnar nefndar, svo að þau verði rannsökuð. Geta menn þá leitt saman hesta sína á eftir.