14.09.1915
Efri deild: 62. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 958 í B-deild Alþingistíðinda. (1072)

117. mál, lífsábyrgðarfélag

Framsm. (Eiríkur Briem). Það var töluvert talað um þetta í nefndinni, og niðurstaðan varð sú, að óhjákvæmilegt mundi að heimila stjórninni nokkurt fje til rannsókna þeirra og undirbúnings á málinn, sem nefndin vill að stjórnin sje falið á hendur að gjöra, en gjörði ráð fyrir, að ekki þyrfti til þess eins mikið fje, eins og til hins fullkomna undirbúnings, sem hv. Nd. vill að gjörður sje. Nefndin taldi, að þingið mundi á sínum tíma að sjálfsögðu samþ. greiðslu þess kostnaðar, sem þetta hefði í för með sjer, og jeg gjöri ráð fyrir, að stjórnin megi reiða sig á, að ekki verði að því fundið, þótt hún verji nokkru fje til rannsóknarinnar.