14.09.1915
Efri deild: 62. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 959 í B-deild Alþingistíðinda. (1074)

117. mál, lífsábyrgðarfélag

Framsögum. (Eiríkur Briem) :

Viðvíkjandi þessu máli, sem háttv. þm. Ísaf. (S. St.) nefndi, þá var því hreyft einu sinni í nefndinni í sambandi við það, hvort ekki væri mjög vafasamt, að innlent lífsábyrgðarfjelag gæti staðist, án þess að iðgjöldin væru sett alt of hátt, gagnstætt því, sem á sjer stað með brunatryggingu og sjótryggingu, því að það eru gífurleg iðgjöld, sem verður að borga á ári hverju fyrir trollarana, og jeg skil ekki annað en að hægt væri að komast af með lægri iðgjöld. Þetta kom til tals í nefndinni, en formaður hennar er í sjávarútvegsnefndinni, og er því málinu kunnugri en jeg. Mjer þykir vænt um hvert spor, sem stigið er í þá átt, að athuga hvort sjótrygging mundi geta borið sig.