14.09.1915
Efri deild: 62. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 960 í B-deild Alþingistíðinda. (1076)

117. mál, lífsábyrgðarfélag

Ráðherra; Jeg vil að eins geta þess, að ef það er tilætlun deildarinnar, að verja fje til þess að afla upplýsinga, sem nokkuð er byggjandi á, þá er það ekki hægt nema með töluverðu fje. Jeg skoða það beina skyldu þingsins, að fá sem besta krafta, en þá verður líka að borga vinnuna sómasamlega. Þetta vildi jeg upplýsa (Steingr. Jónsson :

En Hagstofan?) Nei, þeir sem þar starfa, hafa of mikla

vinnu til þessara hluta, og komast ekki yfir það, sem þeir eiga að gjöra. Svo hygg jeg líka að þurfi talsvert aðra þekkingu en þeir, sem á Hagstofunni vinna, hafa, enda þótt hagfræði sje ágæt í sinni grein.