08.09.1915
Efri deild: 55. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 979 í B-deild Alþingistíðinda. (1093)

125. mál, Minningarsjóður Herdísar og Ingileifar Ben.

Ráðherra:

Háttv. fyrirspyrjandi (M. P.) hefði sennilega getað sparað sjálfum sjer, mjer og deildinni þá fyrirhöfn, sem spurningar hans hafa í för með sjer, því að hann gat fengið alveg eins greinileg svör við þessu á annan hátt en þenna. Erfðaskráin er sem sje til, og hefði hann því getað fengið að sjá afrit af henni. Reikningurinn er prentaður í Stjórnartíðindunum, og nánari upplýsingar en hann gefur er hægt að fá hjá landritara. En mjer er það þó ánægja að svara, og skal því gjöra það eftir frekasta mætti. Það mega ekki verða vonbrigði fyrir háttv. fyrirspyrjanda, þótt jeg beinlínis lesi svarið upp úr þeim skjölum og skýrslum, er jeg hefi þegar nefnt.

Þessi heiðurskona, sem hjer er um að ræða, dó 1897. Erfðaskrá hennar hefir ekki verið prentuð, af því að ekki hefir verið leitað konungsstaðfestingar á henni, og fram á það var ekki farið í erfðaskránni. 1. og 2. liðurinn skiftir ekki neinu máli í sambandi við það mál, sem hjer er um að ræða, enda eru þeir svo „prívat“-eðlis, að jeg les þá ekki upp hjer. En 3., 4. og 5, liðurinn snerta þetta mál, og skal jeg með leyfi hæstv. forseta lesa þá upp. Reyndar verða þeir prentaðir bráðum, en koma nú líka í Alþingistíðindunum.

Þessi kafli erfðaskrárinnar er svo hljóðandi :

3. Að lokum ákveð jeg, Herdís Benediktsen, sem minn síðasta vilja, að þegar útfararkostnaður minn hefir verið heiðarlega greiddur ásamt kostnaði þeim, er skiftin eftir mig hafa í för með sjer, og þegar framanskrifuðu hefir verið nákvæmlega fullnægt, þá skulu allar þar eignir, sem eflir mig verða skuldlausar, eða þrír fjórðupartar allra skuldlausra eigna minna, að eins með þeim takmörkum, sem jeg hefi ákveðið í 2. lið, ganga til stofnunar kvennaskóla á Vesturlandi, og er sú ráðstöfun mín gjörð bæði af einlægum vilja mínum og samkvæmt þeirri ósk, sem einkadóttir mín elskuleg, Ingileif Sólborg Charlotta Benediktsen, ljet fleirum sinnum í ljós við mig sem sinn hjartans vilja.

4. Þessi gjöf mín til kvennaskólastofnunar á Vesturlandi, óska jeg að beri, nafn okkar mæðgna og heiti „Minning Herdísar og Ingileifar Benediktsen“. Gjöfin skal vera undir stjórn og umsjón landshöfðingjans yfir Íslandi, og er það vilji minn, að henni verði komið í konungleg ríkisskuldabrjef og renturnar lagðar upp í 10 ár og þeim bætt við höfuðstólinn, sem aldrei má skerða, heldur aðeins verja vöxtum hans til áminstrar skólastofunar. Að umgetnum 10 árum liðnum, skal enn leggja upp renturnar af öllum höfuðstólnum, eins og hann þá er orðinn, þangað til svo mikið fje er fyrir hendi, að landshöfðinginn, eftir samráði við amtsráðið í Vesturamtinu álítur það nægilegt, til þess að setja kvennaskóla á stofn, svo að hann geti tekið til starfa, án þess að höfuðstóllinn sje skertur.

5. Það er ósk mín, að fyrirkomulag hins fyrirhugaða kvennaskóla verði sem líkast kvennaskólanum á Ytri-Ey, eins og hann nú er, og að hann verði settur í einhverri af sýslunum kringum Breiðafjörð, eða verði því ekki við komið, þá í Ísafjarðarsýslu, og verði því heldur ekki við komið, þá hvar sem hentast þætti í Vesturamtinu. Allar þær ráðstafanir, sem lúta að því; að koma skólanum á fót og ákveða fyrirkomulag hans, skulu gjörðar af landshöfðingjanum í samráði við amtsráð Vesturamtsins, og skal skólinn, þegar hann er stofnsettur, ásamt höfuðstól hans og árstekjum, sömuleiðis vera undir stjórn landshöfðingjans í samráði við amtsráð Vesturamtsins.

Erfðaskráin er gjörð 15. janúar 1890. Háttv. fyrirspyrjandi spyr, hvar sjóðurinn sje. Jeg verð fyrst að svara: Í vörslum Stjórnarráðsins, það hefir ekki stungið af með sjóðinn. Síðan landshöfðingjaembættið var lagt niður, hefir landritari sjerstaklega umsjón með honum á ábyrgð ráðherra.

Þá spurði háttv. fyrirspyrjandi, hvort fjeð væri handbært, og skal jeg leyfa mjer að svara með því að lesa upp reikninga sjóðsins, ef hæstv. forseti leyfir. Þeir eru prentaðir í B-deild Stjórnartíðindanna 1915 á bls. 69, og hljóða sem hjer segir:

Reikningur

yfir tekjur og gjöld Minningarsjóðs Herdísar og Ingileifar Benediktsen árið 1914.

Tekjur:

1. Sjóður í ársbyrjun (Stj.tíð 1914 B, bls. 85):

a. Lán gegn fasteignarveði

kr. 65790 00 00

b. Hlutabrjef í Íslandsbanka

— 1600 00

c. Innstæða í Söfnunarsjóði

— 6182 40

d. Veðdeildarbrjef

— 1200 00

e. Innstæða í bönkum

— 978 78

kr. 75751 18

2. Vextir :

a.Af fasteignaveðslánum

kr. 2725 49 49

b. — hlutabrjefaeign

— 80 00 00

c. — innstæðu í Söfnunarsjóði 1913

— 283 77

d. — veðdeildarbrjefum

— 54 00

e. – fje í bönkum

— 46 54

kr. 3189 80

kr. 78940 98

Gjöld:

Sjóður í árslok:

a. Lán gegn fasteignarveði

kr. 69390 00

b. Hlutabrjef í Íslandsbanka

— 1600 00

c. Innstæða í Söfnunarsjóði

— 6466 17

d. Veðdeildarbrjef

— 1200 00

e. Innstæða í bönkum

— 284 81

kr. 78940 98

kr. 78940 98

Í stjórnarráði Íslands, 11. janúar 1915:

F. h. r.

Kl. Jónsson.

Eggert Briem.

Sjóðurinn er þannig kr. 78940,98.

Hv. fyrirspyrjandi vjek að því ákvæði í erfðaskránni, að fjeð skyldi aðallega geymt í ríkisskuldabrjefum. Það var mikil tíska á landi hjer, fram að aldamótum, þangað til landið sjálft fór að gefa út verðbrjef, að leggja fje sitt í ríkisskuldabrjef. Tryggingin fyrir þeim þótti góð, en vextirnir voru lágir. Eftir því, sem skýrt hefir verið frá, þótti auðvelt að fá hærri vexti af innlendum verðbrjefum. Og þegar hægt er að koma þessu fje í innlend verðbrjef, er lítil ástæða til fyrir Íslendinga, að kaupa erlend verðbrjef eða leggja fje sitt inn þar. Handbært fje í þeim skilningi, að það sje í reiðu peningum, er lítið, því að hærri vextir fást með því að lána út, en leggja inn í sparisjóð. Lánum þessum má segja upp með skömmum fyrirvara, en eitt lán hygg jeg þó, að verði erfitt að ná inn í bráðina, en það er ekki stjórnarráðinu að kenna, heldur arfleiðanda sjálfum. Arfleiðandi átti Reykhóla. (Hákon Kristófersson: Hvað þá?) Reykhóla, það er í Barðastrandarsýslu. Frú Benediktsen seldi jörðina, og við lát hennar stóð eftir af jarðarverðinu 15000 kr., og sú upphæð hefir ekki verið skilvíslega greidd, svo að spurningin er,hvort eigi að ganga að jörðinni eða ekki. Jeg þekki ekki jörðina persónulega, en hygg að hún sje góð fyrir þessari upphæð. (Hákon Kristófersson : Enginn vafi á því!). Þá er þessu atriði um handbært fje svarað nægilega.

Næsts spurningin er þá, hvort sjóðurinn sje orðinn nægilega stór, til þess að geta tekið til starfa strax. Eins og jeg gat um, þá er hann nú tæpar 79 þúsundir, og að mínu áliti hvergi nærri nógu stór til þess. Jeg býst við, að varla verði hægt að segja, að hann sje nógu stór, fyrr en hann hefir tvöfaldast frá því, sem nú er. Með þeim vöxtum, sem hann nú gefur; en það er 4%, 4½% og 6% og nokkrum hluta hans, ætti hann að hafa tvöfaldast eftir 15–16 ár. Þá yrði hann um 160000 kr. Þá yrði auðvitað að kaupa hús og öll tæki og ef til vill jörð, eins og drepið hefir verið á. Stofnkostnaðurinn yrði því sjálfsagt 30–40 þúsundir með jörð, húsum og öllu. Það hefir vafa laust ekki verið tilgangur arfleiðanda, að skólanum yrði krækt upp af vanefnum og að hann yrði styrkþegi landssjóðs. Þeir, sem þektu þessa konu, skaplyndi hennar og stórlæti, vita, að það hefir ekki verið ætlun hennar, að skólinn yrði stofnaður á horleggjum, eða kæmist á horleggi,eða yrði biðill nokkurra gæða annarsstaðar frá. Ef sjóðurinn er látinn vaxa upp í 160000 kr., yrði eftir af höfuðstólnum, þegar stofnkostnaður er frá dreginn,. 110–120 þús. kr., og vextirnir af þeirri upphæð gætu aldrei orðið meiri en nægir fyrir reksturskostnaði. Jeg sje í fjárlögunum, að sá skóli, sem næst liggur að tala um í þessu sambandi, kvennaskólinn. á Blönduósi, kostar árlega 5–6 þús. kr.

Þá vildi hinn hv. fyrirspyrjandi (M. P.) fá að vita, hver rjeði því, hvar hinn fyrirhugaði skóli yrði settur. Samkvæmt arfleiðsluskjalinu átti landshöfðingi, með ráði amtsráðs Vesturamtsins, að ákveða, hvar og hve nær hinn fyrirhugaði skóli yrði settur á laggirnar. Nú kemur auðvitað ráðherra í stað landshöfðingja, og þykir mjer líklegt að hann, þegar þar að kemur, ráðgist um við þær sýslunefndir, sem hlut eiga að máli, í stað amtsráðsins.

Jeg get ekki að svo stöddu sagt neitt um það, hvort heppilegt muni að kaupa Ólafsdal fyrir hinn fyrirhugaða skóla. Til þess brestur mig allan kunnugleika, endaveit jeg ekki hvað Ólafsdalur á að kosta. Jeg gæti vel trúað, að það væri hyggilegt að setja skólann þar, en um það þyrfti að leita álits sýslunefnda þeirra, sem hlut eiga að máli. Þá vil jeg taka það fram, að — fje sjóðsins hefir ekki verið varið í konungleg ríkisskuldabrjef, heldur bankavaxtabrjef. Hv. fyrirspyrjandinn ljet í ljós nokkurn vafa um, hvort fje sjóðsins væri fulltryggilega ráðstafað á þann hátt, en jeg held að ekkert þurfi að óttast í því efni. Að minsta kosti er með lögum heimilað, að kaupa veðdeildarbrjef fyrir ómyndugra fje, og sýnir það best, að þau brjef eru talin góð og gild í alla staði. Jeg veit ekki, hve nær hlutabrjef Íslandsbanka hafa verið keypt, en þau gefa nú hæsta rentu af verðbrjefum sjóðsins. Veðdeildarbrjefin hafa verið keypt fyrir gangverðið, 94–95% nafnverðs, og þegar sjóðurinn tekur til starta, verða þau væntanlega flest dregin út.

Jeg get nú ekki búist við, að hv. fyrirspyrjandinn (M. P.) geti gjört sig ánægðan með svör mín. Spurningunni um, hvort gjörlegt mundi, að setja skólann á stofn nú þegar, hefi jeg því miður ekki getað svarað játandi, því að þá þyrfti að skerða höfuðstól sjóðsins of mikið. Gjafabrjefið miðar að vísu við skólann í Ytri-Ey, en það er áreiðanlega í anda gefandans, að gjöra skólann svo vel úr garði, sem frekast eru föng á og kröfur nútímans standa til.