08.09.1915
Efri deild: 55. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 986 í B-deild Alþingistíðinda. (1095)

125. mál, Minningarsjóður Herdísar og Ingileifar Ben.

Ráðherra:

Jeg get ekki sjeð neitt varhugavert við það, þótt fje sje lánað gegn tryggingu í jarðarveði. Eru ekki veðdeildarbrjefin trygð með jarðarveði? Og mjer heyrðist, að hv. fyrirspyrjandinn (M. P.) væri alls ekki hræddur við þau. Jeg get ekki sjeð, að hægt sje að koma fje . betur fyrir en að lána það út gegn 1. veðrjetti í jörð, ef þess að eins er gætt, að lána aldrei of mikið út á neina jarðeign. En jeg er viss um, að allrar varúðar hefir verið gætt í því efni. Auðvitað hefi jeg ekki rannsakað hvert einstakt veðbrjef; það taldi jeg fyrir utan minn verkahring. En jeg hygg alveg óhætt að fullyrða, að fje sjóðsins sje komið svo tryggilega fyrir, sem frekast er unt.