11.09.1915
Efri deild: 58. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í B-deild Alþingistíðinda. (110)

110. mál, landsreikningar 1912 og 1913

Framsögumaður (Björn Þorláksson); Um þetta mál hefi jeg ekki annað að segja en að vitna í hið mjög ítarlega nefndarálit ritara nefndarinnar, þar sem svo greinilega er skýrt frá, hvernig stendur á ágreiningnum milli nefndarinnar hjer í deild og nefndarinnar í háttv. Nd.

Nefndin leggur það til, að eigi sje það látið standa fyrir því að frumv. sje samþ., þótt nokkur ágreiningur sje milli nefndanna í deildunum, því að hjer er mestmegnis um formatriði að ræða, sem ekki hefir áhrif á aðalútkomuna.