16.08.1915
Neðri deild: 34. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 39 í B-deild Alþingistíðinda. (1114)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Sveinn Björnsson:

Jeg ætla að nota þennan hátíðisdag til þess að gjöra örlitla fyrirspurn til stjórnarinnar. Á seinasta þingi var samþykt þingsályktunartillaga, þar sem skorað var á stjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumv. til laga um hlutafjelög. Vegna þess, að þetta hefir ekki verið rækt og jeg tel málið svo mikilsvert, að það megi ekki niður falla, get jeg ekki látið hjá líða að gjöra þessa fyrirspurn.