20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í B-deild Alþingistíðinda. (1131)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Magnús Kristjánsson:

Jeg vildi láta þá skoðun í ljós, að óheppilegt er, að minni ætlun, að taka fjárlagafrumv. fyrir í einu lagi. Jeg verð að líta svo á, að enginn tímasparnaður verði að þessu. Því þó að þingmenn töluðu sjaldnar, ef þetta væri gjört, þá mundu þeir tala þeim mun lengur í hvert skifti, og fengju þó ekki jafngott yfirlit yfir málin eina og annars. Það er margt það í fjárlögunum, sem er ólíks eðlis, og hygg jeg því rjettara, ef ekki verður fylgt þeirri reglu, sem verið hefir, að þeim verði að minsta kosti skift í tvent.