20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í B-deild Alþingistíðinda. (1133)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Sigurður Eggerz :

Jeg fæ ekki sjeð, að það sje athugavert að halda fram gamalli venju og ræða vissa kafla sjer. Með því að taka þá liði út af fyrir sig, er saman eiga, fæst miklu betra og gleggra heildaryfirlit en annars. Aðalatriðið er þó að mönnum verði vel ljóst hvað þeir eru að gjöra; jeg tel það meira vert en flýtirinn. Annars vafasamt hvað mikill tímasparnaður yrði að því að ræða öll fjárlögin í einu, því með því móti yrðu ræður hvers eins þeim mun lengri.

Jeg vil því leggja til, að gamla venjan haldist, og leyfi mjer að fara þess kurteislega á leit við hæstv. forseta, að hann leggi þetta undir úrskurð deildarinnar.