20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í B-deild Alþingistíðinda. (1144)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Björn Kristjánsson:

Jeg á hjer breytingartillögu á þgskj. 333 og vil fara um hana nokkrum orðum. Eins og háttv. deild mun vera kunnugt, þá hefi jeg hvað eftir annað farið fram á, að endurreist yrði læknishjeraðið í Kjósarsýslu, sem lagt var niður fyrir nokkrum árum. Það mun hafa verið lagt niður sökum þess, að læknirinn, sem gegndi því, þóttist ekki hafa nægar tekjur. Þingvallahreppur tilheyrir þessu hjeraði, og allir þeir, sem til þekkja, vita hvað langt er að leita til læknis til Hafnarfjarðar þaðan. Læknirinn þar hefir og afarmikið að gjöra og af þessum ástæðum er læknis oftast leitað hingað til Reykjavíkur. En menn geta líka getið því nærri, að æði mikið dýrara er að sækja lækni út fyrir hjeraðið en að vitja hjeraðslæknis sjálfa.

Þegar jeg í vor var á fundi uppi í Kjós, stóð svo á, að veikindi voru þar á einu heimili, og þurfti þá að reyna í fleiri daga að ná í meðul, áður en það tækist.

Eins er þessu varið um Þingvallahrepp. Þaðan er læknis að vitja að Skálholti eða niður á Eyrarbakka, en hvorttveggja er jafn miklum erfiðleikum bundið.

Þar sem hæstv. ráðherra óttaðist að heilarlestir afhreppum kæmu á eftir og sæktu um viðlíka styrk, þá vil jeg benda á, að þingið getur ekki lengi staðið á móti því, að stofnuð verði ný læknishjeruð, ef það vill ekki sýna einhvern lit á að jafna mesta misrjettið, sem ýmsar sveitir verða fyrir í þessu efni. Hygg jeg það vera ólíkt »praktiakara«, að veita slíka smástyrki, heldur en að fjölga læknishjeruðum mikið, úr því sem komið er. Sjerstaklega vil jeg benda á í þessu sambandi, að núverandi hjeraðslæknir í því hjeraði, sem Kjósarhreppur telst til, er óvenjulega stór og þungur, svo að það er ekki nema fyrir efldustu hesta að bera hann, einkum í ófærð. Þetta eykur á erfiðleikana að ná í hjeraðalækninn. Það er því margföld ástæða til að taka þessa tillögu til greina.

Fjárl.n. hefir enga ákvörðun tekið um þetta mál. Henni þykir krafan sanngjörn. Jeg verð að leggja áherslu á, að þessum hreppum báðum sje gjört jafnt undir höfði, því að þeir eiga alveg sömu aðstöðu, að mínu áliti.