20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 93 í B-deild Alþingistíðinda. (1153)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Framsögum. (Pjetur Jónsson):

Áður en jeg fer út í einstaka liði í þessum kafla, skal jeg geta þess, að jeg hefi lagt saman allar þær brtt., sem hjer liggja fyrir. Hækkunartillögurnar nema samtals 267000 kr., en aftur eru lækkunartill., sem líka nema allstórri upphæð. Sú l. er um að fella niður fjárveitingu til símalagninga alveg, En fjárlaganefndin leggur þar til, að stjórninni skuli vera heimilt að fresta framkvæmdum símalagninga, ef nauðsyn krefur að verja til annara útgjalda landssjóðs þeim fjárhæðum, sem annars eru ætlaðar til símanna. Önnur tillagan fer fram á að fella niður fjárveitingu til rannsóknar á járnbrautarstæði, og sú 3. er um að fella niður fjárveitingu til brimbrjótsins í Bolungarvík. Það er góðra gjalda vert að sýna lit á að spara, til þess að vega ögn á móti þeim auknu útgjöldum, sem brtt. einstakra þingmanna valda.

Jeg vil brýna það fyrir háttv. deildarmönnum, að nú er ekki um marga vegi að ræða. Nefndin hefir leitast við að halda svo í útgjöldin, að tekjuhallinn færi ekki fram yfir það, sem gjört er ráð fyrir í frumv. stjórnarinnar. Jeg vona að þeir, sem eru nefndinni sammála um það, að tekjuhallinn megi ekki hærri vera, styðji hana eftir megni með því, að hleypa ekki að brtt., sem fara fram á aukin útgjöld. Í öðru lagi munu þeir, sem vilja ganga lengra heldur en nefndin í að minka tekjuhallann, að sjálfsögðu styðja sparnaðarviðleitni nefndarinnar. Þá er enn þriðji flokkurinn, ef hann skyldi vera til, sem horfir fram á það með fullum kjarki að auka útgjöldin, án þess að hægt sje að benda stjórninni á, hvar hún eigi að taka fje til þeirra. Jeg vona nú, að enginn láti sjer detta í hug að greiða atkvæði áður en hann hefir gjört sjer ljóst, hvað af þessu hann velur og hvaða vegi stjórnin hefir. Til frekari skýringar frá báðum hliðum á tilögum nefndarinnar, skal jeg leyfa mjer að nefna fyrst símana. Stjórnin hefir tekið upp í frumv. sitt 28000 kr. fjárveitingu til þeirra fyrra árið, en 50000 kr. seinna árið. Hún hefir gjört grein fyrir, hvað eigi að gjöra við þessar 28000 kr., en ekki nefnt, hvaða síma eigi að leggja fyrir hina fjárhæðina, 50000 kr. Eftir því, sem mjer hefir verið skýrt frá, hefir landsímastjóri lagt til, að fjárveitingin til símanna yrði töluvert hærri. Tekjuafgangur landsímana er samkvæmt símalögunum ætlaður til að leggja nýja 3. flokka síma, sem landsmenn eiga heimtingu á, og er sjálfsagt full þörf á að leggja fleiri síma en stjórnin hefir hugsað sjer. En þetta atriði hefir fjárlaganefndin leitt hjá sjer og vill leggja það á vald stjórnarinnar, hvort nokkrir símar verða lagðir eða engir, svo framarlega sem fram kemur brýn nauðsyn til að brúka símafjeð á annan hátt. En ef stjórnin sjer, að ekki þurfi á fjenu að halda til annars, þá ætlast nefndin vitanlega til, að það verði brúkað samkvæmt símalögunum, og landsímastjóri bendir þá til, í hvaða röð símarnir verði lagðir. Það mun hafa verið búist við því í fyrra, að fleiri símar yrðu teknir til greina 1916, heldur en stjórnin hefir gjört ráð fyrir. En nefndin ætlar ekki að blanda sjer í það mál að þessu sinni, þar sem hún beinlínis leggur til, að til þessarar upphæðar verði gripið til annars, ef nauðsyn krefur.

Þá hefir nefndin gripið til þess óyndisúrræðis, að leggja til að fjárveitingar til nýrra vitabygginga yrðu feldar niður að þessu sinni. Þetta fanst nefndinni að vísu hart aðgöngu, en það var ekki hægt að benda á neina aðra fjárhæð til sparnaðar, sem meira munaði um en þessa. Vitarnir gefa auðvitað af sjer miklar tekjur, en samt sem áður hallaðist nefndin að þessu, jafnframt með tilliti til þess, að nú er alt efni til bygginga mjög dýrt, t. d. er járn nú helmingi dýrara en það áður var, en það er mikið notað, sem kunnugt er, til vitabygginga. Það er því ýmislegt, sem með því mælir, að þessum framkvæmdum verði frestað, en ef úr rætist, finst mjer ekki frágangssök, að stjórnin undirbúi vitabyggingar og efni til þeirra 1917, þegar þing kemur saman næst.

Þá er 2. liður í 14. gr. Nefndin hefir líka leyft sjer að leggja til að fresta að þessu sinni styrkveitingum til barna skóla. Það mun þykja nokkuð hart aðgöngu, en fyrir þessu eru færðar ástæður í nefndarálitinu, og læt jeg mjer nægja að vísa til þeirra. Að eins skal jeg taka það fram í sambandi við vitafrestunina, að þetta hvorttveggja getur komið sjer mjög illa, en hjer er einungis um að ræða frestun á því, sem seinna er ætlast til að verði tekið til framkvæmda. Um leið og vjer leggjum til að fresta svo miklum nauðaynjamálum, er ástæða til að minna menn á, að fylla ekki þetta skarð með öðru ónauðsynlegra.

Þá skal jeg snúa mjer að einstökum brtt., sem komnar eru frá öðrum en nefndinni. Við 13. gr. B. hafa komið fram tvær stórar brtt., önnur á þgskj. 422, um brú á Eyjafjarðará, en hin um brú á Jökulsá og er á þgskj. 410. Þetta eru stærstu tillögurnar, og nema þær samtals 153,000 kr., eða miklu meira en helmingi allra hækkunartillagna samanlagðra. Aðrar hækkunartillögur nema samtals 115,000 kr. Jeg þarf ekki að færa rök að því, hvers vegna fjárlaganefndin tók ekki upp þessar brýr. Í rauninni er það óheppilegt, að ekki skuli hafa verið búið að brúa þær áður en þetta ár kom, en úr því að fje hefir ekki verið veitt til þess á undanförnum þingum, er síst að vænta, að fjárlaganefndin leggi það til nú, eftir þeirri stefnu, sem hún hefir tekið í fjármálum.

Þá eru tvær brtt. á þgskj. 891 um fjárveitingu til að brúa tvær ár í Dalasýslu.

Önnur tillagan er um endurveitingu til brúar á Ljá. Nefndinni er ekki vel ljóst um þörfina á þessari fjárveitingu. Hún veit ekki betur en að brúin geti komist á í haust, samkvæmt fjárveitingu síðasta fjárlagaþings. En svo framarlega, sem hún getur ekki komist á eftir skýrslu verkfræðingsins á þessu ári, þá tel jeg sjálfsagt að endurveita þenna styrk.

En hvað hina brúna snertir, brúna á Kjallaksstaðaá, að veita til hennar 7000 krónur, þá segir það sig sjálft, að fjárlaganefndin hefir ekki getað verið með þeirri fjárveitingu.

Þá hefir nefndin ráðist á Stykkishólmsveginn og felt í burtu 8000 króna fjárveitinguna annað árið. Gjörir hún það með tilliti til þess, að í stjórnarfrumv. var ríflega lagt til þessa vegar, og hins vegar hefir nefndin fengið þær upplýsingar hjá landsverkfræðingi, að síðan þessi vegur kom í þjóðvegatölu, hafi verið gjörðar á honum tiltölulega meiri vegabætur en á öðrum þjóðvegum. Af þessum ástæðum virðist sanngirni mæla með því, að tillaga nefndarinnar verði látinn fram ganga.

Þá hefir nefndin einnig gjört það að tillögu einni, að fjárveitingin á liðnum B. III. 8., aðrar vegabætur og viðhald, sjeu lækkaðar úr 32,000 niður í 16,000 á ári. Lægri upphæðin var í upphaflegum tillögum landsverkfræðingsins til stjórnarinnar, svo hjer hefir ef til vill verið einhver vangá í stjórnarfrumvarpinu.

Aðrar breytingar, er nefndin leggur til á þessum liðum, ganga beinlínis í þá átt, að ná í einhvern sparnað.

Þá er brtt. á þgskj. 406 frá háttv. þingmönnum Norðurmúlasýslu um að fá hækkaðan styrk til brúargjörðar á Miðfjarðará; upp í 8500 krónur. Tilætlunin er því sú, að landssjóður kosti brúna að öllu leyti. Nefndin getur ekki litið svo á, að það opinbera beri alla sök á því, að brúin fjell niður. En annað mál er það, að sanngjarnt sje, að landssjóður leggi til mikinn hluta fjárins, er þarf til þess að reisa jafngóða brú og áður var. En nú verður að gæta þess, að brúin legst niður á gamla brúarstæðinu, því nú eru ekki tiltök að að gjöra þar brú aftur, og verður hún þá helmingi dýrari en áður. Enn fremur er þarna sýsluvegur en ekki þjóðvegur, og er því ekki ósanngjarnt, að hlutaðeigandi hjerað beri einhvern hluta af ábyrgðinni á þessu slysi.

Nefndin heldur sjer því við þessa 7000 króna upphæð til brúarinnar, og vill ekki hækka neitt úr því.

Viðvíkjandi öðrum brtt., er komið hafa fram um brýr á sýsluvegi og hreppavegi, get jeg verið stuttorður. Að vísu eru þær hóflegar, en nefndin hefir samt ekki sjeð sjer það fært að taka þær til greina. Hún lítur enn fremur svo á, að fyrst raskað hefir verið áætlun landsverkfræðinga um vegagjörðir á fjárhagstímabilinu og dregið úr fjárveitingum til þjóðvega, þá taki ekki tali að brytja það niður í vegi, sem landssjóði eru óviðkomandi. Enn fremur, að hagkvæmara kunni að vera að greina fjárveitingar ekki í sundur á milli áranna, heldur láta stjórnina hafa frjálsar hendur í því efni. En nefndin kemur þó ekki með brtt. í þá átt að þessu sinni. Einnig vill nefndin taka það fram, að hún vill ekki gjöra neinar ákveðnar tillögur um sundurliðun á fjárveitingum til sýsluvega, en ætlast til þess, að stjórnin hafi full umráð á þessu, án þess að því sje skift niður í nefndarálitinu.

Það er margt, sem mælir með þessu, og jeg er viss um, að stjórnin lítur engu síður en þingið rjettlátum augum nauðsyn hvers einstaks vegar. En á hinn bóginn, ef menn færu nú að leiða inn smásmuglega skiftingu á þessu fje, gæti hæglega farið svo, að upp sneri það, sem niður ætti.

Jeg hygg, að jeg hafi ekki meira um þetta að segja. En þá hafa komið fram brtt. við C-liðinn, strandferðirnar og millilandaferðirnar. En nefnd sú, er um þau mál hefir fjallað, hefir enn ekki komið fram með álit sitt og breytingatillögur. Fjárlaganefndin hefir því látið bíða að taka ákveðna afstöðu til þessa hluta stjórnarfrumvarpsins.

Raunar eru komnar fram brtt. frá þessari nefnd, en jeg hefi heyrt, að formaður nefndarinnar ætli að taka þær aftur í þetta sinn og brtt. komi ekki frá nefndinni, fyrr en við 3. umr. fjárlaganna. Skal jeg því ekki fara fleiri orðum um þenna lið.

Þá er brtt. á þgskj. 394 frá háttv. þm. Dal. (B. J.) og háttv. þm. Snæf. (S. G.) um hækkun á styrk til símalagninga. Er þar farið fram á, að sú fjárveiting hækki úr 28600 kr. upp í 49500 kr. fyrra árið. Nefndin hefir ekki getað fallist á þetta, af þeirri einföldu ástæðu, að hún ætlar sjer ekki að hlutast frekar um símalagningu en hún hefir gjört. Það virðist fremur þýðingarlítið, að ráðgjöra meiri símalagningar en stjórnin gjörir, en heimila henni þó jafnframt, eina og nefndin leggur til, að fresta þeim alveg.

En jeg tek það upp aftur, og bið hv. þm. Dal. (B. J.) að hlusta á mig, að jeg kannast fyllilega við, að símanefnd frá 1914 hefir gjört ráð fyrir að ýmsir símar yrðu lagðir 1916, sem stjórnin hefir ekki tekið tillit til, er hún samdi frv. til fjárlaganna. En þar sem stjórnin engu síður hefir lagt til, að allmiklu fje skuli varið í þessu skyni, getur nefndin engan veginn verið með því, að upphæðin verði hækkuð.

Þá hefir einnig komið fram till. um að fella niður alt fje til símalagninga.

Nefndin hefir engan veginn getað fallist á þá breytingu, og býst við að nú sitji við þá upphæð, sem nefnd er í stjórnarfrumvarpinu. Enda virðist nefndinni sú breyting enga fjárhagslega þýðingu hafa, ef stjórnin fær heimild til frestunar; yrði því að eins til prýði í fjárlögunum, að því leyti, að lægri tekjuhalli stæði í 20. gr. þeirra.

Loks er ein breytingartillaga eftir við 13. gr., er jeg vil minnast á, við vitana. Hún er frá háttv. þm. Snæf. (S. G.) og fer fram á, að veitt verði í fjárlögunum 100 kr. til leiðarljóss á Svartatanga hjá Stykkishólmi. Við nefndarmenn bárum þetta upp við vitaumsjónarmann, en hann áleit enga ástæðu til þess, að veita fje til hafnarljósa, eina og þessa. Bygði hann það á því, að hlutaðeigandi kaupstaðir og kauptún ættu að annast um þau. Það er líka mjög eðlilegt, þar sem kaupstaðir hafa rjett til, samkvæmt hafnarreglugjörð að taka skipagjald, að þau kosti þá sjálf leiðarljósin inn á höfnina. Öðru máli væri að gegna, ef kaupstaðirnir hefðu ekki hafnargjaldi til að dreifa.

Þá kem jeg að breytingartillögum við 14. gr. Þær eru ekki neitt sjerlega stórvægilegar í fjárhagslegu tilliti.

Það eru þá fyrst tvær breytingartillögur á þgskj. 415 frá háttv. 1. þm. Húnv. (G. H.). Önnur er um 1200 kr. styrk til húsabyggingar á Bergsatöðum í Svartárdal. Jeg hefi lýst yfir því við hátt. flytjanda tillögunnar, að þótt sæmileg grein sje gjörð fyrir nauðsyn þessarar fjárveitingar í erindi, sem lagt hefir verið fram til afnota, að nefndin myndi ekki geta fallist á að veita styrk þenna.

Þá er hin breytingartillagan á sama þingskjali, um það að hækka styrk til kvennaskólans á Blönduósi um 200 kr. á ári næsta fjárhagstímabil. Það kom einnig fram erindi um þetta, en nefndin hefir ekki heldur sjeð sjer fært að verða við þessari styrkbeiðni Það hefir verið fært fram sem ástæða fyrir þessu, að eldaneyti hafi hækkað í verði. En ef styrkurinn væri veittur með þetta fyrir augum, þá liti svo út sem landssjóður beri alla ábyrgð á þessari stofnun. Nefndin getur ekki litið þannig á þetta, þar sem kvennaskólinn á Blönduósi er hjeraðsskóli, eða eiginlega sýsluskóli.

Á þgskj. 395 er brtt. við B. I. d. 2. frá háttv. þm. Dal. (B. J.) um hækkun á styrk til bókakaupa handa heimapekisdeild Háskólans, að hann hækki úr 1000 kr. upp í 2000 krónur. á ári. Jeg býst við, að hann færi ástæðu fyrir þessari hækkun. Nefndin hefir haft með höndum erindi um þetta og að nokkru leyti tekið það til greina. Hún hafði hugsað sjer, að lækka fjárveitingarnar til bókakaupa til Háskólans talsvert mikið, sökum árferðis nú, en til þess, að hægt væri þó að sinna þessum klassísku« fræðum og koma þeim á laggirnar, ljet nefndin sjer nægja, að upphæðin til bókakaupa færðist einungis niður um 200 kr.

Þá kem jeg næst að brtt. á þgskj. 407 frá háttv. þm. Ak. (M. K.) um styrk til að reisa hússtjórnarskóla á Akureyri, gegn jafn miklu annars staðar að. Nefndinni hafa borist áskoranir ýmsra kvenna frá Akureyri, er styðja sig við skjöl frá konum víðs vegar á Norðurlandi. Nefndinni er kunnugt um, að þessi hreyfing um kvennaskóla nyrðra hefir gripið all mikið um sig, en það var sjerstaklega. eftir að kvennaskólinn í Eyjafirði lagðist niður, að sú hreyfing hefir náð tökum á mönnum, að stofna húsmæðraskóla. Þegar sú hreyfing komst á legg fyrir alvöru, voru flestir á því, að slíkur skóli ætti að vera í sveit. Kom þetta mál hjer inn á þingið 1907. Var þá samþykt í Nd. frv. til laga um að stofna húsmæðraskóla í sveit, en varð aldrei út rætt í Ed.

1909 var svo mikil stórpólitík á ferðum, að þingið gaf sjer ekki tóm til að fjalla mikið um þetta mál að því sinni, en þó starfaði nefnd að því allmikið, og var samþykt þingsályktunartillaga um að skora á stjórnina, að taka málið til undirbúnings og leggja það síðan fyrir næsta þing. Hreyfing þessi var jafnframt jafnrjettiskrafa kvenna til sjermentunar. Þær vildu fá húsmæðraskóla, kostaða af landssjóði, að sínu leyti eins og karlmenn hafa bændaskólana.

Árið 1911 var málið ekki lagt fyrir þingið, nje undir búið af stjórninni. En frumvarpi, sem kom fram í Nd. um Eiðaskólann, var snúið upp í það, að gjöra hann að húsmæðraskóla, og var samþykt í Nd., en kafnaði í Ed., eina og hitt, og þó fyrir tímaskort hvort tveggja.

Svona er gangur þessa mála, og þó að það hefðist ekki fram, vegna þess, að stórpólitíkin sat í fyrirrúmi, þá fjekk það þó nægilegt fylgi til þess, að alt bar vott um, að málið þótti mikils vert, og líklegt var því að sigur væri fyrir höndum, áður en langt um liði. En mönnum var það alt af ljóst, að skólinn ætti að vera í sveit, og hann ætti aðallega að búa sveitakonur undir húsmóðurstöðu. Því að á hinn bóginn var mönnum það auðsætt, að húsmæðraskóli í kaupstað gæti ekki eina náð þeim tilgangi, er til var ætlast, gæti aldrei orðið sannarlegt heimili.

Hjer hefir því einlægt verið að ræða um hússtjórnarskóla í sveit.

Það er af þessari ástæðu, að fjárlaganefndin og jeg fyrir mitt leyti getum ekki fallist á að veita styrk til að reistur verði hússtjórnarskóli á Akureyri. Það yrði að eins til ruglings í málinu. Mjer er það líka vel kunnugt, að konur myndu ekki alment verða ánægðar með úrslit málsins ef skólinn yrði þar í framtíðinni.

En til þess að sýna, að nefndin er ekki alveg á móti því að hugsa um kvenfólkið og hlynna að því, hefir hún lagt til, að 1000 króna árlegur styrkur yrði veittur til kenslu í matreiðslu á Akureyri á næsta fjárhagstímabili. Vakir það fyrir nefndinni, að þessi styrkur eigi að bæta úr fyrst um sinn, á meðan ekki er kleift að koma málinu í það horf, sem alt af hefir verið talið sjálfsagt og nefndin er fyllilega með. Einnig hefir nefndin lagt til að veita styrk til sams konar kenslu á Eyrarbakka.

Þá er að síðustu brtt. frá háttv. þm. Snæf. (S. G.) um 500 kr. árlega hækkun. á styrknum til unglingaskólanna. Af samtali við hann veit jeg, að þetta er miðað við það, að unglingaskólinn missi ekki neins í við þá ívilnum, er einstakir nafngreindir unglingaskólar fá, ef tillaga nefndarinnar verður samþykt. Er það aðallega í sambandi við athugasemdina um skólann á Núpi, að hann fær nokkru hærra en áður af hinni sameiginlegu upphæð, ef athugasemdin er samþykt.

Þetta hygg jeg, að nefndin láti alveg laust og bundið.

Jeg hugsa að það hafi ekki þýðingu, að orðlengja frekar um þetta að sinni.