21.08.1915
Neðri deild: 39. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í B-deild Alþingistíðinda. (1175)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Bjarni Jónsson :

Jeg tel það loforð þings, ef heitið er einhverju í nefndaráliti, og sama stendur í framsögu, og enginn hefir í móti mælt.

Á þinginu í fyrra var því lofað, að þessi sími og aðrir skyldu lagðir á árinu 1916, og skal jeg leyfa mjer að lesa upp úr nefndarálitinu þessu til sönnunar :

»Nefndin vill því mælast til þess við flutningamenn, að þeir taki aftur frumvörp sín, en hafi fyrirheit Alþingis og símastjórnar, að símarnir verði lagðir 1916«.

Svona stendur í þingskjölunum frá í fyrra, og þar sem enginn hefir á móti þessu mælt, hlýt jeg að skoða það sem loforð þingsins um það, að eimar þessir verði lagðir á árinu 1916: