23.08.1915
Neðri deild: 40. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 333 í B-deild Alþingistíðinda. (1201)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Einar Jónsson:

Þeir urðu nú loks þeir einstöku fyrirmyndarmenn, þeir háttv. þingmenn sem síðast töluðu, að jeg ætla að fara að dæmum þeirra, og falla líka frá orðinu, samt með því skilyrði, að umræðum sje hætt.

Að eins vil jeg minnast á eina brtt. Það er farið fram á að hækka laun umsjónarmanns áfengiskaupa. Jeg vil benda mönnum á að tilboð liggur fyrir, hjer frammi í lestrarsalnum, frá manni einum hjer í bænum, um að hann vilji taka að sjer starfann, fyrir sömu laun og áður hafa verið, svo þessi launahækkun er alsendis óþörf.