28.08.1915
Neðri deild: 45. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 539 í B-deild Alþingistíðinda. (1244)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Sveinn Björnsson :

Jeg finn mig knúðan til að segja fáein orð, af því að háttvirtum þingmanni N.-Þing. (B. S.) þótti jeg vera þversum í málinu um rannsókn á kolanámum, og taldi mig þar brjóta bág við vilja kjósenda minna. Hann gaf enn fremur í skyn, að jeg væri svona þveröfugur í málinu af því, að jeg reri undir. til þess að vinna í þágu sjerstaks fjelags, en ynni með því ógagn öllum almenningi í þessum bæ. Jeg lýsi því hjer með yfir, að þetta eru hrein ósannindi og ástæðulaus. Jeg tel það mikilvægt, að fá það rannsakað, hvort kol finnast hjer í jörðu, og jeg hefi ekki sagt neitt orð í þá átt, að leggja stein í götu þess, að Guðmundi bryggjusmið verði sýndur allur sómi fyrir afskifti sín af þessu máli. En að lána honum stórfje út í bláinn, er ekki rjett. Hann hefir rekist þarna á eitthvert eldsneyti, en hve mikið, það veit enginn. Bæði landsstjórnin og Velferðarnefndin voru sammála um að kaupa af honum 60 smálestir af þessum kolum til reynslu, en þau kol eru ekki komin enn, svo að eiginlega veit enginn frekari deili á námu hana. Það má ekki gjöra sjer neina von um, þó þetta lán fengist, að þá kæmust nokkur kol að ráði hingað á markaðinn í vetur.

Það væri ef til vill vert að veita Guðmundi verðlaun fyrir dugnað, sem hann hefir sýnt í þessu máli, en hitt virðist mjer vera mjög heimskulegt, að fara að lána út stórfje til þess að vinna kol, sem enginn veit hvort eru til eða ekki.

Aðdróttun háttv. þm. N.-Þing. (B. S.), um að jeg væri á móti þessu vegna hagsmuna sjerstaks fjelags, er ástæðulaus og heimildarlaus.

Hann nefndi í sömu andránni bæði hf. »Málmur« og »Námufjelag Íslands«. Jeg skal leyfa mjer að lýsa yfir því, að þar er ekkert samband á milli. Jeg get í öðru lagi upplýst, að Námufjelag Íslands, sem jeg á hlut í, hefir sótt um styrk til kolanámurannsókna. En jeg hefi ekki reynt til að útvega því svo mikið sem einn eyri. Það getur enginn maður borið mjer þess vætti, að jeg hafi sagt nokkurt orð við nokkurn mann um að veita því fjelagi styrk. Jeg álít, að það eigi að vera í höndum stjórnarinnar. Jeg veit ekki, hvort háttv. þingmenn leggja trúnað á það, en fyrir mjer er málið sjálft aðalefnið. Mjer er það áhugamál, að því verði slegið föstu, hvort kol sje hjer að finna, eða hvort þessi vottur, sem þegar er fundinn, sje svo mikill, að það borgi sig að reka námugröft hjer.

Jeg skal svo ekki fara fleiri orðum um þetta, en út af fyrirspurn hæstv. ráðherra vil jeg leyfa mjer að segja nokkur orð. Hann spurði, hver ætti að annast þessar kolarannsóknir. Það stendur í liðnum. Það er ætlast til að stjórnin gjöri ráðstafanir þar að lútandi. Þá spurði hann hvar ætti að fá verkfræðing. Jeg hygg, að það mundi heppilegast að fá sænskan námuverkfræðing, því að í Svíþjóð eru til námur, sem eru mjög líkar þessari námu, sem hjer er um að ræða. Í Höganäs hefir fundist náma, sem er mjög lík námunni í Dufansdal, og þar hefir verið fundin aðferð til að brenna úr kolunum leirefni, sem er mjög gott til bygginga. Það má því gjöra ráð fyrir, þótt ekki fyndust hjer kol að neinu ráði, sem góð væru til eldsneytis, þá mætti brenna úr þeim þetta byggingarefni. Enn fremur spurði hæstv. ráðherra, hvar ætti að rannsaka, og hvort landssjóður fengi nokkuð í aðra hönd. Jeg gjöri ráð fyrir, ef landið fengi slíkan verkfræðing, sem jeg mintist á áðan, til þess að líta á þessa staði, þá myndi hann verða látinn dæma um það sjálfur, hvar rjettast væri að byrja rannsóknirnar. Ef það yrði í þessari námu í Skorarhlíð, þá er líklegt, að landsstjórnin gæti samið svo um, að landssjóður fengi eitthvað í aðra hönd. Með þessu móti þykist jeg hafa svarað fyrirspurnum hæstv. ráðherra.

Úr því að jeg stóð upp aftur, vil jeg minnast nokkrum orðum á brtt. á þgskj. 885, um utanfararstyrk handa barna- og unglingakennurum. Fjárlaganefndin í Ed. tók upp þetta nýmæli, af því að hún hugði, að það gæti orðið til mikils gagns, að kennarar ferðuðust til annarra landa og kyntu sjer þar kensluaðferðir þær, sem bestar þykja. Svo er ráð fyrir gjört, að styrkurinn verði veittur fyrra árið manni, sem þegar er farinn til Ameríku í þessum erindum. Í öðru nefndaráliti er bent á annan mann, og er hjer lagt til að hækka atyrkinn, til til þess að fleiri — en einn geti orðið hans aðnjótandi.

Þá hefir komið fram tillaga um að fella niður styrk til kvöldskólahalds í Reykjavík handa Hólmfríði Árnadóttur. Hún hefir brotist í því, nokkra undanfarna vetur, að halda uppi kvöldskóla, sjerstaklega fyrir stúlkur úr sveit. Eftir þeim meðmælum að dæma, sem fylgja beiðni þessarar konu frá mætustu mönnum í fræðslumálum, hefir þessi skóli hennar komið að að mjög miklu gagni og er fyllilega verður þess að fá styrk.

Að lokum vil jeg minnast á fjárveitinguna til Ragnars Lundborgs. Mjer þótti háttv. þm. Dal. (B. J.) taka fulldjúpt í árinni, þegar hann sagði, að það

væri hneyksli fyrir hvern þingmann, sem ekki greiddi atkvæði með þessari fjárveitingu. Jeg skal taka það fram, að jeg tel þenna mann alls góðs maklegan, en hitt verð jeg að telja illa farið, að þessu skuli hafa verið hleypt inn í fjárlögin, án þess að vita fyrir fram, hvort það yrði samþykt af þinginu eða ekki. Það virðist kann ske eina vel vera útlit fyrir að þessi fjárveiting verði ekki samþykt eins og hitt, og verð jeg þess vegna að telja það illa farið, að þessi tillaga komin fram. Það er ekki hægt að ásaka þá, sem greiða atkvæði á móti tillögunni, því að það er ekki þeirra ógætni að kenna, að tillagan kom fram. Jeg skal að eins bæta því við, að jeg teldi það heppilegra, ef fje er veitt í fjárlögunum til þess að gjöra Ísland kunnugt í öðrum löndum, að það sje ekki veitt á nafn. Eins og sakir standa nú, hlýtur það að vera óheppilegt, að veita manni, sem tilheyrir þjóð, sem ekki er í sambandi við okkur, fje í þessu skyni, ekki síst eftir að búið er að færa þær ástæður fyrir fjárveitingunni, sem færðar hafa verið af einum háttv. þingmanni hjer í deildinni í dag.