28.08.1915
Neðri deild: 45. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 544 í B-deild Alþingistíðinda. (1246)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Ráðherra:

Jeg er sammála háttv. þm. V.-Sk. (S. E.) um það, að þessi tillaga hefði ekki átt að koma fram, nema því að eins, að það hefði verið fulltrygt, að fjárveitingin gengi fram í þinginu. En það er ekki mín sök, að hún er fram komin. Jeg hefi aldrei lofað henni fylgi mínu. En út af því, sem háttv. þm. V.-Sk. skoraði á mig að skýra nánar frá því, að hverju leyti þetta gæti verið varhugavert í sambandi við stríðið, skal jeg að eins taka það fram, að jeg vil ekki gjarna fara að ræða það hjer, hvernig »internationale Konflikter« myndast, og vil því leiða það hjá mjer að svara þessu á annan hátt.

Jeg endurtek það, að það er leiðinlegt, að þessi tillaga skuli hafa komið fram, en það er þeirra, sem báru málið fram, að tryggja framgang þess, en ekki annara.