28.08.1915
Neðri deild: 45. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 548 í B-deild Alþingistíðinda. (1250)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Framsögum. (Pjetur Jónsson):

Jeg gleymdi einu atriði. Það var viðvíkjandi tillögu nefndarinnar um athugasemdina við vegafjeð, er háttv. þm. Snæf. (S. G.) mintist á. Jeg er honum sammála um það, að það er illa farið, að nefndin tók ekki tillöguna upp í sama anda og tillaga verkfræðingsins fer fram á í niðurlagi brjefs hans um þetta efni. En jeg get ekki sagt um, hvort nefndin í heild sinni hefði getað fallist á þá athugasemd. En nefndin varð að koma starfinu frá á mjög stuttum tíma, og var því ekki unt fyrir hana að kynna sjer öll plögg sem skyldi. Það mun því aðallega vera fyrir óaðgætni, að nefndin kom ekki fram með svona athugasemd, eins og hann mintist á. En ef hann vildi, að hún kæmi fram í sameinuðu þingi, þá kæmi til mála að breyta þessu í efri deild.