30.08.1915
Neðri deild: 46. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 580 í B-deild Alþingistíðinda. (1268)

56. mál, fjáraukalög 1914 og 1915

Skúli Thoroddsen:

Jeg hefði ekki tekið til máls, ef jeg hefði ekki orðið var við orðasveiminn, sem gengur hjer í deildinni.

Háttv. þm. S.-Þing. (P. J.) sagði, að orðið hefði að samkomulagi milli mín og nefndarinnar, að jeg sætti mig við það, sem hún ákvað mjer. En þetta er ekki rjett, og hlýt jeg því, að mótmæla því gagngjört.

Á hinn bóginn þykir mjer nú þó rjett, að gjöra háttv. deild stuttlega grein fyrir, hversu máli þessu er farið; og hvernig háttað er órjettinum, sem jeg hefi beittur verið.

En það, að jeg hafði verið þessum órjetti beittur, eða misrjetti, borið saman við aðra, var mjer með öllu ókunnugt um, uns jeg rakst á það, við störf mín, í »Eftirlauna- og launamála-nefndinni« á vor; er leið, — vissi eigi, hvaða reglu fylgt hafði verið við eftirlauna-útreikning annara embættismanna, hefi engan aðgang átt að skjalasöfnum stjórnarinnar. — .

Þegar jeg fór frá embættinu, sem sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði, og eftirlaun mín áttu að reiknast, eftir embættislaununum, sem jeg hafði haft, þá átti, eins og vant er, að draga frá embættislaununum upphæðina, sem kostnaðurinn við rekstur embættisins nam.

Sem rjett var, taldi jeg þá embættisreksturskostnaðinn hafa numið alla 350 kr. árlega að meðaltali, en þetta þótti stjórninni oflágt reiknað, og gjörði hún því — mjer óafvitandi, og meðan jeg var staddur hjer á Alþingi, fjarri heimili mínu — fyrirspurn til hins setta sýslumanns á Ísafirði um það, hvað embættisreksturskostnaðurinn hefði numið miklu, og kvaðst hann þá »giska« á, að kostnaðurinn mundi nema 880 kr., og eftir því voru svo eftirlaun mín reiknuð.

En þegar litið er nú á það, að sýslumennirnir, og bæjarfógetarnir:

1. Í Eyjafjarðarsýslu, og á Akureyri,

2. Í Norður-Múlasýslu, og á Seyðisfirði, og

3. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði (og Gullbr.- & Kjósarsýslu), er frá embættum fóru allir á sama áratugnum, hafa allir talið embættisreksturskostnaðinn mjög svipað, eða enda að mun lægri, (þ. e. einn þeirra 350 kr., annar 400 kr., og einn enda 120 kr.), og það hefir stjórnin þegar tekið orðalaust gilt, eins og reglan yfirleitt hefir verið sú, að stjórnin hefir tekið það gilt,. sem embættismennirnir hafa sjálfir sagt um reksturskostnaðinn, þá ímynda jeg mjer, að hver, sem í mínum sporum, hefði verið, hefði þóttst vera hart leikinn, því allir erum vjer þannig gjörðir, að jafnrjettis við aðra viljum vjer njóta, sem og æ rjett er.

Nú víkur þessu svo við, að jeg hafði ekki ætlað mjer að hreyfa málinu, fyrr en fjáraukalögin kæmu til efri deildar, því að satt að segja, þá bar jeg ekki það traust til rjettlætistilfinningar hv. meiri hluta meðnefndarmanna minna, að þeir vildu unna mjer fulls rjettar í málinu.

Á síðustu stundu fór jeg þó að hugsa um það, hvort ekki væri þó rangt af mjer, að ganga fram hjá nefndinni, .og komst þá og að þeirri niðurstöðu, að rjettast væri þó, að jeg hreyfði málinu við nefndina að einhverju leyti, og skrifaði því skjal mitt til þingsins, rjett áður en nefndarfundurinn hófst, og í stakasta flýti, og lítt hugsað, eins og það sjálft ber best með sjer.

Jeg hreyfði þessu svo á fjárlaganefndarfundi, og af því að mjer þótti ekki við eigandi, að jeg væri inni meðan málið væri rætt, vjek jeg mjer út á meðan. Þegar jeg kom inn aftur, hafði fjárlaganefndin komist að þeirri niðurstöðu, sem háttv. framsögum. (P. J.) gat um áðan, og sagði jeg þá, sem var, að jeg væri þakklátur nefndinni fyrir það að hafa þó, að einhverju leyti tekið kröfu mína til greina, enda var það að vísu meira en jeg gat búist við í minn garð, eins og meiri hluti nefndarinnar var skipaður.

Líklega hafa þessi orð mín .þá verið misskilin — verið skilin svo, sem jeg gengi að gjörðum nefndarinnar, eða væri ánægður með þær, og ljeti frekari kröfur niður falla, eins og framsögumaður komst að orði:

En þetta hafði mjer vitanlega aldrei komið, til hugar; eða hver myndi í mínum sporum hafa — sætt sig við, að eiga að altapa 4–5 þúsundum króna, og fá að; eins leiðrjettingu frá 1. jan. 1914, en alls enga yfir alt tímabilið frá 1. júní 1895 til þess tíma?

Háttv. fjárlaganefnd efri deildar hefir nú breytt ákvörðun fjárlaganefndar neðri deildar þannig, að hún vill, að jeg fái, sem svarar rentunum af þeirri upphæð, sem hún telur mig hafa mist, en höfuðstólinn vill hún ekki, að jeg fái nokkru sinni(!), og er þetta þó auðvitað talsverð bót frá því, sem neðri deildar nefndin gjörði.

Annars finst mjer, við nánari yfirvegun, að vafi geti leikið á því, hvort jeg hafi ekki beint lagakröfu til þessa fjár, þar sem al-ósannað er, að embættisreksturinn hafi orðið mjer einum eyri dýrari; en skýrsla mín til tekur, og henni verður vitanlega alls ekki hnekt, með »ágiskun« hins um tíma setta eftirmanns míns í embættinu. — Jeg hjelt aldrei fastan sýsluskrifara, en annaðist flestar skriftir sjálfur.

Að lokum óska jeg þess, að aðaltillagan á þgskj. 523 verði tekin aftur, og lýsi yfir því, að jeg gjöri mig þá fyllilega ásáttan með það, að vara-tillagan, um 1200 krónurnar, verði samþykt, og læt þá frekari kröfur niður falla, reyni þá, að hjara það, að jeg með tímanum — með hækkun efri deildar á eftirlauna-upphæðinni — vinni það upp, sem enn á brestur.