24.07.1915
Neðri deild: 15. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 599 í B-deild Alþingistíðinda. (1314)

26. mál, mat á lóðum og löndum í Reykjavík

Sveinn Björnsson:

Frumv. þetta lá hjer fyrir þinginu í fyrra og var þá afgreitt í Nd. En í Ed. var frumv. vísað til stjórnarinnar, af því að málið þótti vandamál, og því talið rjettara að fresta því til næsta þings.

Nú er Ed. samþykk frumv., og hefir afgreitt það til Nd. Og þar sem jeg hygg, að aðalathugasemdir væru framkomnar, ef eitthvað þætti við frumv. athugavert, þá lít jeg svo á, að ekki gjörist þörf að visa málinu í nefnd.