21.07.1915
Efri deild: 12. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 219 í B-deild Alþingistíðinda. (135)

33. mál, viðskiptabréfaógilding

Eiríkur Briem; Jeg veit ekki hvort mjer skjöplast, en jeg hygg, að rjett sje að kalla það málsgrein, þar sem línuskifti eru, en málsliði mismunandi setningar innan þeirrar málsgreinar. Best væri, að föst regla kæmist á um þetta, svo ekki væri hætta á sífeldum ruglingi. Vildi jeg því óska þess, að nefndin tæki brtt. aftur. Hins vegar álit jeg til bóta, að setja málsgr. í stað mgr. (skammst.).