12.08.1915
Neðri deild: 31. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í B-deild Alþingistíðinda. (1372)

59. mál, vélstjóraskóli í Reykjavík

Framsögum. (Matthías Ólafsson):

Það eitt er víst, að hv. 2. þm. S.-Múl. (G. E.), væri ekki yfirvald, hefði hann aldrei lært neitt orð í dönsku. Og ekki ætti það að vera ástæða fyrir hann, að vera að koma fram með þessa breytingartillögu, sem er ekkert annað en naglaskapur. Jeg skal ekki lengja umræðurnar um þetta hjegómamál, en það vil jeg segja þessari manneskju, að ræðurnar, sem hann er að halda stundum hjer í þingsalnum, þær eru aumasta »möj«.