12.08.1915
Neðri deild: 31. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í B-deild Alþingistíðinda. (1373)

59. mál, vélstjóraskóli í Reykjavík

Bjarni Jónsson:

Jeg sje ekki ástæðu til, að hafa slíkt prófsskilyrði, sem þetta er. Jeg get ekki skilið, hví á að vera að kenna dönsku við slíka skóla. Rjettast væri að kenna þar ekkert tungamál, nema okkar eigið mál, og nægi það ekki, þá ætti að minsta kosti ekki að fara að kenna þar dönsku. Þá væri heldur að kenna ensku eða eitthvert stórmálið. Það er misskilningur hjá háttv. framsm.(M. Ó.), að háttv. 2. þm. S.-Múl. (G. E.) sje nokkuð að bekkjast við dönskuna. Hún skipar sitt rúm í heiminum, en það er ekkert samband milli hennar og íslensks vjelstjóraprófs. Jeg álít það beinlínis hlægilegt, að setja skilyrði eins og þetta. Jeg get eigi sjeð annað en að háttv. 2. þm. S.-Múl. hafi alveg rjett fyrir sjer, og að þetta ákvæði hafi enga aðra þýðingu en þá, að gjöra prófið óþarflega þungt: