12.08.1915
Neðri deild: 31. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 626 í B-deild Alþingistíðinda. (1376)

59. mál, vélstjóraskóli í Reykjavík

Bjarni Jónsson:

Háttv. framsm: (M. Ó.) sagði, að það væri skylds okkar, að sjá íslenskum vjelstjórum fyrir atvinnu. Það má vel vera satt, sé það sje vel gjört, að sjá öðrum fyrir atvinnu. En jeg sje ekki ástæðu til að við sjeum að ala upp verkamenn handa öðrum ríkjum.

Út af því, sem hæstv. ráðherra sagði, að Danir mundu fúsir á að leyfa íslenskum vjelstjórum atvinnu á dönskum skipum, ef sama komi í staðinn, þá skal, jeg taka það fram, að jeg er. í miklum vafa um, að slíkt sje atvinnu þeirri til bóta. Og jeg efast um, að vjelstjórastjettin sjálf verði neitt þakklát fyrir slíkt.