12.08.1915
Neðri deild: 31. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 627 í B-deild Alþingistíðinda. (1378)

59. mál, vélstjóraskóli í Reykjavík

Matthías Ólafsson :

Það er merkilegt, að þótt háttv. 2. þm. S.-MÚI. (G. E.) sverji, að það hafi ekki verið meining hans að setja á mig danskan stimpil, þá kemur hann upp um sig með því, að bregða mjer hvað eftir annað um að jeg hafi danskar tilfinningar. En ætlar þessi manneskja, sem þarna situr, að reyna að telja nokkrum manni trú um það, að jeg sje verri Íslendingur en hann, sem er uppalinn á dönsku fje og gat ekki einu sinni leitað sjer kvonfangs annarstaðar en í Danmörku?