12.07.1915
Neðri deild: 4. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 632 í B-deild Alþingistíðinda. (1394)

30. mál, vörutollaframlenging

Björn Kristjánsson:

Hæstv. ráðherra mælti með því, að vörutollslögin yrðu framlengd til ársloka 1917. Það var svo fjarri því, að mjer kæmi það á óvart, að jeg hefði miklu fremur getað búist við að farið yrði fram á, að þau yrðu látin gilda um óákveðinn tíma, eins og hver önnur lög. Jeg fyrir mitt leyti tel það sennilegast, að vörutollslögin verði látin standa þangað til þjóðin er orðin 2–2½ miljón, og þess megnug, að kosta nákvæmt tolleftirlit. Þá fyrst geta menn slept þeim grundvelli, sem lögin eru bygð á, en alls ekki fyrr.

Háttv. þm. Dal. (B. J.) og kjósendur hans eru á móti þessu fyrirkomulagi. En jeg hefi ekki heyrt raddir á móti vörutöllinum annara staðar frá. Í mínu kjördæmi, þar sem margir fundir hafa verið haldnir, hefir ekki heyrst eitt einasta orð í þá átt, og innheimtumaðurinn þar kvartar alla ekki undan lögunum. En ef vera skyldu einhvers staðar innheimtumenn, sem eiga erfitt með að komast upp á að reikna út tollinn, skal jeg lýsa því hjer yfir, að slíkum mönnum er jeg fús til að kenna það endurgjaldalaust.

— Hvað það snertir, að vörutollurinn sje svo óheyrilega ranglátur, þá er það ekki annað en slagorð út í loftið, sem allir geta notað. Hvaða tolllög eru það, sem ekki koma ranglátlega niður á pappírnum að einhverju leyti? Hyggur hv. þm. Dal. (B. J.) að honum sje auðið að semja slíkt tolllagafrumvarp? Má ekki segja að sykur- og kaffitollurinn komi ranglátlega niður? Sykurtollurinn er þó t. d. venjulega 50% af innkaupaverði hana. Og þó kvartar enginn um það. En það er ekki þar fyrir, þótt gjaldið sýnist ranglátt á pappírnum, þá þarf það ekki að vera það í framkvæmdinni, því að kaupmennirnir jafna því á vörutegundirnar eftir eigin geðþótta. Meðan ekki eru specialistar í hverri grein, eru það kaupmennirnir en ekki tolllögin, sem jafna tollinum á vöruna, flytja hann af einni tegundinni á aðra. Prósentugjaldið er óhugsandi fyrirkomulag, enda hefir stjórnarskrifstofan í Kaupmannahöfn ráðið til, að taka heldur vörutollinn, vegna þess, að eftirlitið með prócentugjaldinu væri ómögulegt. Á fyrri þingum færði jeg dæmi þessu til sönnunar, sem ekki hefir verið vjefengt, enda ekki hægt að vjefengja það. Mjer er kunnugt um að vörutollurinn er yfirleitt miklu fremur vinsæll en óvinaæll. Innheimtumennirnir kvarta alla ekki. En sem sagt, ef einhver sýsluskrifari er til, sem á erfitt með að reikna tollinn út, þá býðst jeg til að veita honum ókeypis leiðbeiningu í því.