21.07.1915
Neðri deild: 12. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 638 í B-deild Alþingistíðinda. (1402)

30. mál, vörutollaframlenging

Einar Jónsson:

Jeg get fljótlega skýrt frá því, að orsökin til þess, að jeg gekk inn á að bæta fleiri mönnum í nefndina, var sú, að háttv. þm. Dal. (B. J.) ljek hugur á að vera í nefndinni, vegna þess, að hann var flutningsmaður að frumvarpi því, verðtollafrumv., sem sem vísað var til nefndarinnar. Hefir það einatt átt sjer stað, að flutningsm. hafa öðrum fremur verið kosnir í þær nefndir, sem frumvörpin hafa lent í. Er þess vegna óþarfi að furða sig frekar á þessu, enda get jeg ekki skilið, að það ætti að verða nefndarstörfum neitt til talar.

Hvað frumvarpið snertir, þá sje jeg ekki ástæðu til þess, að fara um það fleiri orðum en þegar eru heyrð.