03.08.1915
Neðri deild: 23. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 671 í B-deild Alþingistíðinda. (1433)

51. mál, sparisjóðir

Sigurður Gunnarsson :

Háttv. 2. þm. S.-Múl. (G. E.) rangfærði dálítið ummæli mín í ræðu minni áðan, og dróg þar af leiðandi heldur djarflega ályktun út af þeim. Orð mín voru á þá leið, að jeg ímyndaði mjer, að til væru sparisjóðsstjórnir á þessu landi, sem ekki væru færar að stjórna sparisjóðum svo að vel væri. Það er sitt hvað, að stjórna einhvern veginn svo að fljóti, eða stjórna því svo að vel sje.

Það var að eina þessi athugasemd, sem jeg vildi gjöra.