25.08.1915
Neðri deild: 42. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 677 í B-deild Alþingistíðinda. (1438)

51. mál, sparisjóðir

Framsm. (Guðm. Hannesson):

Jeg sje ekki til neins að hafa miklar umræður um þetta mál. Það hefir áður verið rætt svo mikið hjer í deildinni.

Niðurstaðan varð sú hjer í háttv. Nd., að eftirlitið með sparisjóðunum var algjörlega felt burtu, og háttv. Ed. leit svo á, að ekki væri vert að taka það aftur upp. En hins vegar taldi hún frumvarpið gott og til bóta, því að með því væri sett fast fyrirkomulag á sparisjóðina.

Eina breytingu hefir þó efri deild gjört á frumvarpinu. Það var nefnilega svo ákveðið áður í frumvarpinu, að sjálfskuldarábyrgðarlán skyldi endurnýja á hverju ári. Þessum lánum hefir Ed. breytt í afborgunarlán, sem ljúkist á 10 ára fresti. Nefndin hjer í deildinni felst á að samþykkja frumvarpið óbreytt, eins og það kemur frá Ed., og telur það til nokkurra bóta.