10.07.1915
Neðri deild: 3. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 686 í B-deild Alþingistíðinda. (1460)

100. mál, seðlaauki Íslandsbanka

Ráðherra:

Þetta frumvarp er lagt fyrir háttv. deild samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar. Á þinginu 1914 lagði stjórnin fram frumv. í efri deild um heimild handa bankanum til að auka seðlaútgáfu sína. Þetta frumv. gekk í gegn um efri deild með allmiklum breytingum. Síðan var því aftur breytt í neðri deild, en er það kom til efri deildar á ný, var það felt, en jafnframt var samþykt þingsályktunartillaga um að skora á landsstjórnina, að bæta úr gjaldmiðilsskorti meðan á ófriðnum stæði.

Þetta frumv., sem hjer liggur aftur fyrir háttv. deild, er hið sama að efni til og hún afgreiddi í fyrra.