20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í B-deild Alþingistíðinda. (1476)

100. mál, seðlaauki Íslandsbanka

Guðmundur Hannesson:

Jeg skal ekki hætta mjer langt út í umræðurnar um bankamálin, en við höfum, nokkrir þingmenn, leyft okkur að koma með dálitla viðaukatillögu við frv., sem hjer liggur fyrir. Þótt deila megi um flesta hluti, þá eru einstaka atriði, sem allir hljóta vera sammála um. Eitt er það, að landinu sje það óhagur, að svo lítið sje til af innlendum seðlum, að það neyðist til þess að flytja inn útlenda seðla. Með því skaðar það sjálft sig: Þetta býst jeg við, að hafi vakað fyrir mönnum þeim, er auka vilja seðlaútgáfurjett Íslandsbanka. Annað atriði, sem allir viðurkenna, er það, að svo mikið megi gefa út af inniendum seðlum, að það geti orðið ótrygt. Okkur flutningsmönnum þessarar tillögu var ekki grunlaust um, að svo gæti farið hjer. Það gæti verið mikil freisting fyrir bankann, þótt hann þyrfti ekki óhjákvæmilega að gefa út meira en hálfa miljón, að grípa þá til hins helmingsins, bæði þar sem hann gæti grætt á því sjálfur og eina gjört landsmönnum þægindi. Aftur á móti teljum við það ekki frágangssök, að seinni helmingurinn verði gefinn út, ef svo er um hnútana búið, að bankinn geti ekki grætt verulega á því. Þess vegna kom- um við með þessa tillögu, sem við von um að standi til bóta og verði samþykt