20.08.1915
Neðri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 731 í B-deild Alþingistíðinda. (1484)

100. mál, seðlaauki Íslandsbanka

Framsögum. minni hl. (Jón Magnússon :

Það er rjett hjá háttv. framstigum: meiri hl. (B. K.), að samkomulag varð um að fallast á brtt. á þgskj. 446.

Öðru máli er að gegna um brtt. á þgskj. 453. Fyrst og fremst er þar um mjög litlar tekjur að ræða fyrir landssjóð, og í annan stað eru með henni, Eins og háttv. framsögum. meiri hl. (B. K.) tók fram, brotnar þær meginreglur, sem viðurkendar eru með öðrum þjóðum. Það hefði ef til vill verið meining í því, að leggja engan skatt á fyrri helming seðlaaukningarinnar, en þá 6% eða svo á hinn síðari. En jeg býst við, að allir hafi áttað sig á því, hvað hjer er um að ræða, og að lengri umræður sjeu að eins til að þreyta.