11.08.1915
Neðri deild: 30. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 733 í B-deild Alþingistíðinda. (1489)

25. mál, rafmagnsveitur

Framsm (Benedikt Sveinsson):

Þetta frumv. hefir verið rækilega undirbúið; það er samið eftir lögum 1913, en reynslan hefir sýnt, að þau lög eru ekki nægilega fullkomin, og þyrftu því að koma ný lög í stað þeirra. Rafmagnsnotkun er nú á síðari árum að fara svo í vöxt, bæði í kaupstöðum og þorpum hjer á landi, að full nauðsyn er nýrra laga. Breytingar þær, sem gjörðar hafa verið á frv. í Ed., virðast nefndinni miða til bóta, svo að hún taldi óþarft að koma fram með brtt. En eftir að nefndarálitið var skrifað, þá heyrði nefndin eftir verkfræðingum hjer í bæ, er vit höfðu á. málinu, að eins og frumv. væri komið úr höndum háttv. Ed., þá væru einstaka atriði þar viðsjárverð, sem laga þyrfti. Nefndin hefði ef til vill komið fram með brtt. í þá átt, ef hún hefði ekki vitað, að hæstv. ráðherra hefði komið fram með brtt.

Nefndin telur sjálfsagt, að frumv. verði látið ganga fram, og sjer ekki neina ástæðu mæla: með því, að breyting verði gjörð á því. En hins vegar mun hún, til samkomulags, ekki leggjast á móti þeirri brtt., sem fram hafa komið.