12.07.1915
Neðri deild: 4. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 737 í B-deild Alþingistíðinda. (1501)

72. mál, kirkjugarður í Reykjavík

Sveinn Björnsson:

Eins og hæstvirtur ráðherra tók fram, var þetta frv. fyrir deildinni í fyrra, og um leið og það var afgreitt frá deildinni, var samþykt þingsályktunartillaga þess efnis, að skora á landsstjórnina, að rannsaka líkbrenslufyrirkomulagið, og undirbúa það mál fyrir næsta þing. Mjer er kunnugt um, að það hefir ekki verið hægt að gjöra eins ítarlega og þörf er á. Jeg vil leyfa mjer að skoða ummæli hæstv. ráðherra sem ósk um, að væntanleg nefnd taki jafnframt til athugunar líkbrensluspursmálið. Jeg vildi undirstrika þá ósk fyrir mitt leyti.