04.08.1915
Neðri deild: 24. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 738 í B-deild Alþingistíðinda. (1504)

72. mál, kirkjugarður í Reykjavík

Þorleifur Jónsson:

Mjer finst jeg vaða í villu og svima um, hvernig jeg eigi að snúa mjer í þessu máli; svo litlar bendingar gefur nefndin um það, hverja leið hún telji best færa. Svo er að sjá, sem hún hallist að því, að kaupa land undir nýjan kirkjugarð. En engar bendingar eru gefnar um það, hvað slíkt land mundi kosta.

Jeg hefi heyrt nefnt svo kallað Nýjatún, sem kosta mundi alt að 100 þús. króna, og verð jeg að telja það ægilegt, ef landið á að fara að kasta út stórfje fyrir kirkjugarðsstæði handa Reykjavík.

Mjer þætti nú fróðlegt að heyra, hvern stað nefndin hefir hugsað sjer og yfirleitt nánari upplýsingar um málið, með því að hjer getur verið um mikil útgjöld að ræða fyrir landssjóð.