03.08.1915
Neðri deild: 23. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 792 í B-deild Alþingistíðinda. (1545)

45. mál, ráðstafanir út af Norðurálfu-ófriðnum

Sigurður Sigurðsson:

Það hafa nú þegar orðið miklar umræður um þetta mál, og jeg skal ekki lengja þær að miklum mun. Málið er mikilsvert, og því ekki að undra, þótt á það sje litið frá ýmsum hliðum. Hjer er meðal annars um það að ræða, hvort heimila eigi stjórninni eða ekki, að leggja haft á útflutning innlendra afurða.

Þótt jeg beri fult traust til stjórnarinnar, að hún beiti ekki þessari heimild fyrr en í fulla hnefana, þá dylst mjer það samt ekki, að löggjafarvaldið er þjer komið út á mjög hála braut.

Mig langar til þess að spyrja nokkurra spurninga út af þessu máli, og jeg vona að háttv. framsm. meiri hluta (S. B.) svari þeim.

Ef það verður ofan á hjer í þinginu, að heimila stjórninni að leggja bann fyrir útflutning á kjöti, fiski o. s. frv., annað hvort nú þegar eða í sláturtíðinni,, þannig, að ekki verði flutt út nema viss hluti af þessum afurðum, og að hitt verði þá eftir í landinu til sölu, hvernig hugsa menn sjer svo framkvæmdina á því? Er það tilætlunin, að það, sem verður eftir í landinu, verði selt við sama verði og fæst fyrir það á erlendum markaði? Eða á að selja það við lægra verði ?

Nú eru íslenskar afurðir í allháu verði, og verði þær seldar hjer með útlendu markaðsverði, þó að kostnaður allur sje dreginn frá, þá er þess naumast að vænta, að sú ráðstöfun komi að gagni. Það er dýrt fyrir fátæklinga að kaupa kjötið á 30 aura pundið, og undir því verði verður það ekki selt, hvað þá heldur ef það yrði 40–50 aura pundið. Kjötið mundi því ekki lenda hjá fátækara hluta fólksins, heldur hinum,, er ráð hafa á að kaupa það, þó að það sje dýrt. En ef nú þessar vörur verða ekki seldar mönnum með sama verði og fæst fyrir þær á útlendum markaði, heldur verði verðið á þeim fært niður, hver á þá að borga mismuninn ?

Það ganga hjer í þinginu ýmsir spádómar um það, að aðflutningar muni teppast til landsins. Jeg sje enga skynsamlega ástæðu til að óttast slíkt. Jeg trúi því ekki fyrr en jeg má til, að ekki verði með einhverju móti hægt að ná í vörur frá Ameríku. En fari nú svo, að aðflutningar teppist, þá hlýtur út

flutningur að teppast um leið, og þá fellur íslenska varan í verði.

En nú langar mig til að spyrja að annari spurningu: Hvernig á að haga þessu banni, ef til þess kemur? Hvernig á að skifta því niður á hina ýmsu útflutningsstaði á landinu? Mjer skilst, að það muni vera einkum tvent, er hafa verður hugfast í þessu stóra máli:

1. að tryggja það, að landið standi ekki uppi í vandræðum, vegna mat vælaskorts, og 2. að sjá um, að matvaran verði ekki seld dýrara en svo, að allir geti keypt hana. En það má ekki gjöra á kostnað framleiðslustjettanna í landinu.

Nú eru, eins og þegar var getið um, íslenskar afurðir í mjög háu verði, og hærra en svo, að fátækri alþýðu manna sje fært að kaupa þær. Hins vegar er útlenda varan ekki afskaplega dýr. Jeg tek því undir það með háttv. þm. V.- Sk. (S. E.), að eitt hið allra fyrsta, sem þing og landstjórn þarf að gjöra, er að styðja að því, að birgja landið með þeirri vöru, sem auðið er að afla með sæmilegu verði. Það myndi koma öllum betur, ekki síst fátækari hluta þjóðarinnar. Stjórnin ætti því, eina og háttv. þm. V.-Sk. (S E.) tók fram, sem allra fyrst að gjöra ráðatafanir til innflutnings matvæla, t. d. frá Ameríku.

Jeg vil í þessu sambandi leyfa mjer að benda á, að eitt aðalhlutverk stjórnarinnar í þessari dýrtíð ætti að vera það, að útiloka úr viðskiftalífinu alla óþarfa milliliði, svo að neytendur geti fengið vöruna með sama verði og framleiðendur selja hana, án alls aukaskatta til milliliða.

Viðvíkjandi útflutningi á lifandi fjenaði hygg jeg, að óhætt sje að segja, að ekki muni vera mikil hætta á, að sauðfjenaður verði að mun fluttur út í haust á fæti. Hitt er alkunna, að hestar hafa verið fluttir út með mesta móti í sumar. Mjer getur þó ekki skilist, á hverju varhygð nefndarinnar byggist í þessu efni. Er það til að tryggja það, að nóg hrossakjöt verði til í landinu til átu, eða er nefndin hrædd um, að hestar fækki svo mjög, að til vandræða horfi að öðru leyti? Viðvíkjandi því, að hestarnir verði of fáir, skal jeg leyfa mjer að benda á það, að því hefir verið haldið fram til þessa tíma af búfróðum mönnum, að hrossafjöldinn í landinu væri of mikill og gjörði búnaðinum tjón. Hrossum hefir smátt og smátt fjölgað í landinu, og skal jeg geta þess, að á árunum 1905–1906 voru hross flest hjer á landi. Árið 1905 voru þau talin að vera 48975, eða hartnær 49000. Svo fækkaði þeim að vísu næstu árin, 1907–1908, en 1911 hafði þeim fjölgað töluvert á ný, og þá töldust þau tæplega 44000. En árið 1912 eru hrossin enn fleiri. Þá eru þau talin 45847, eða tæpum tveim þúsundum fleiri en árið áður. Hvort þeim hefir fækkað nokkuð verulega síðan 1912, ska1 jeg láta ósagt. Jeg hygg þó, að í ár og í fyrra hafi verið flutt út með mesta móti og nokkru meira, ef til vill, en viðkoman hefir numið. Ástæðan til þessarar varhygðar nefndarinnar getur því ekki verið sú, að hún sje hrædd um, að hestarnir verði of fáir. Hitt er annað mál, að birgja landið með matvælum. En ef við eigum að fara að lifa á hrossakjöti, þá er ekki bætt úr dýrtíðinni með því. Jeg skal bæta því við, að þrátt fyrir allan útflutning, er margt til af hrossum í landinu, sem að skaðlausu mætti slátra handa Pjetri og Páli, því að eins og kunnugt er, er lítið flutt út af hrossum, eldri en átta til tíu vetra. Hvernig sem jeg lít á þetta mál, get jeg ekki sjeð, að þessar ákveðnu tillögur í frv. um hefting á útflutningi íslenskra afurða hafi við rök að styðjast. Það er að minsta kosti ekki upplýst, að það gjöri fátæklingunum hægara að ná í vöruna. Jeg vil ekki væna háttv. meiri hluta um, að hann sje með þessu aðallega að bera fyrir brjósti hag betri borgara Reykjavíkurbæjar, en óneitanlega virðist mega lesa það milli línanna í umræðunum, að þessir menn líti meira til hinna betur stæðu bæjarbúa, heldur en á afkomu fátækara lýðsins. Væru gjörðar ráðstafanir til innflutnings útlendra matvæla með sæmilegu verði og án milliliða, myndi það verða fátæklingunum miklu hagkvæmara, heldur en að vera að hefta, útflutning á íslenskum afurðum, þjóðinni til stór skaða.