21.07.1915
Efri deild: 12. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 230 í B-deild Alþingistíðinda. (155)

27. mál, ullarmat

Hákon Kristófersson :

Jeg vil leyfa mjer að stinga upp á því, að málið sje tekið út af dagskrá, sökum þess, að framsögumaður er eigi viðstaddur.

Jeg hefi komið fram með breytingartillögu, þar eð jeg er ekki algjörlega sammála meðnefndarmönnum mínum um eitt atriði. Jeg hjelt, að í mörgum tilfellum gæti orðið erfitt að ná til sýslumanns eða hreppstjóra, til þess að gefa útflutningsvottorð, en kæmu aftur umboðsmenn sýslumanna í stað þeirra, álít jeg sparaðan óþarfa kostnað, þar eð sýslumenn hljóta að hafa umboðsmenn sína á öllum útflutningsstöðum. Jeg vona því, að hin háttv. deild samþykki tillögu mína.