06.08.1915
Neðri deild: 26. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 842 í B-deild Alþingistíðinda. (1566)

45. mál, ráðstafanir út af Norðurálfu-ófriðnum

Ráðherra :

Jeg skal geta þess, að stjórnin hefir engar. ráðstafanir gjört í þessu efni, vegna þess, að hvorki liggja fyrir nokkur lög, samþykt af þessu þingi, hjer að lútandi, og ekki hefir þetta þing heldur kosið neina Velferðarnefnd stjórninni til aðstoðar, en fyrr getur stjórnin ekkert aðhafst. En jeg tel víst, að jafnskjótt sem þingið hefir afgreitt þetta mál, þá mun stjórnin gjöra alt, er hún má í þessu efni og henni virðist ráðlegast, í samráði við væntanlega Velferðarnefnd.