29.07.1915
Neðri deild: 19. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 846 í B-deild Alþingistíðinda. (1577)

29. mál, Akureyrarhöfn

Framsm. (Matth. Ólafsson):

Jeg hefi litlu við það að bæta, sem sagt er í nefndarál. Að eins skal jeg geta þess, að heyrst hafa umkvartanir frá Akureyri, síðan málið var tekið hjer fyrir, út af því, að menn vilja helst, að þeir sjeu lausir við að gjalda skatt, sem nota þar bryggjur einstakra manna. En jeg býst ekki við því, að það þyki rjettlátt, að taka tillit til þessa. Það er augljóst, að ekki tjáir, að einstakir menn gjörist til þess, að keppa við bæjarbryggjuna.

Um breytingartillögurnar er það að segja, að lagt er til, að í stað orðsins vitagjald komi ljósagjald, til þess að koma í veg fyrir misskilning. Svo er um sektaákvæði, þar er prentvilla. Þar á að standa 500, og til þess ætlaðist nefndin.

Jeg vona svo, að frumv. nái fram að ganga og sje heldur ekkert því til fyrirstöðu.