03.08.1915
Neðri deild: 23. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 847 í B-deild Alþingistíðinda. (1580)

29. mál, Akureyrarhöfn

Framsm. (Matthías Ólafsson):

Eftir að nefndin í þessu máli hafði samið álit sitt, bárust henni tilmæli frá Akureyri, þar sem farið var fram á, að fiskiskip einstakra manna skyldu undanþegin því, að greiða bryggjugjald. Nefndin hefir ekki getað fundið ástæðu til þess, að verða við þessum tilmælum að öllu leyti. En eins og brtt. okkar á þgskj. 183 ber með sjer, virtist nefndinni það sanngjarnt, að fiskiskip bryggjueigenda sjálfra skyldu undanþegin þessu gjaldi. Aftur á móti virðist ekkert mæla með því, að leysa aðra skipaeigendur, sem nota þurfa hafnarbryggjuna, ef til vill til þess, að draga verslun frá öðrum, eða til bekkni við hjeraðsmenn, undan þessu lögmæta gjaldi.

Jeg álít óþarft að fara frekari orðum um málið, en vil mæla með því, að brtt. okkar á þgskj. 183 verði samþykt.