09.08.1915
Neðri deild: 28. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 863 í B-deild Alþingistíðinda. (1611)

63. mál, Dalavegur

Framsögum. (Bjarni Jónsson):

Þetta litla frv. er, eins og menn hafa sjeð í nefndarálitinu og heyrt af umræðum um málið hjer í deildinni, einungis um það, að breyta örlitlum kafla á vegi í Dalasýslu, og er það alveg samkvæmt áliti sýslunefndar í Dalasýslu og landsverkfræðingsins. Nefndin hefir tekið upp tillögu hans, bæði hvað viðhald vegarins snertir og að þjóðverarkaflinn, sem fellur úr sje gjörður að sýsluvegi.

Jeg sje ekki ástæðu til, að halda langa ræðu fyrir þessu máli; það er svo sjálfsagt og einfalt, að þess ætti ekki að gjörast þörf.