02.08.1915
Neðri deild: 22. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 864 í B-deild Alþingistíðinda. (1616)

70. mál, Hafnarfjarðarvegur

Flutnm. (Björn Kristjánsson) :

Eins og háttv. deild er kunnugt, hefir veitt örðugt að halda við hinum umkvartaða vegarspotta milli Hafnarfjarðar og Reykjavikur: Og þess vegna var það, að þingið 1914 ákvað, að vegur þessi skyldi gjörður að flutningabraut. En það hefir komið á daginn, að þó að vegurinn væri gjörður að flutningsbraut, var engin bót ráðin á viðhaldi hans eða endurlagningu. Nú hefir sýslunefnd Kjósarsýslu afsagt að skoða veg þenna í tölu sýsluvega sinna.

Landsverkfræðingurinn bendir á þessa leið, sem farin er í frv., að vegurinn verði gjörður að þjóðvegi. Og þar sem þessi vegur er elli lengri en það að hann er ekki fram úr hálfrar stundar reið, þá virðist hann ekki vera nein veruleg viðbót við þjóðvegu á Íslandi.

Það, sem jeg vil þá leggja hjer áherslu á, er það, að landsverkfræðingurinn hefir talið heppilegast að gjöra veginn að þjóðvegi, og svo hitt að fjárlaganefnd, er því meðmælt.

Jeg hygg, að þetta mál sje svo einfalt, að ekki gjörist þörf á nefnd í því, en ef deildinni virðist það betur farið, skal jeg ekki vera á móti því.