30.08.1915
Neðri deild: 46. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 881 í B-deild Alþingistíðinda. (1661)

67. mál, dýraverndun

Framsm. (Sveinn Björnsson):

Háttv. Ed. hefir gjört tvær lítilvægar breytingar á frv., sem nefndin ræður háttv. deild til að samþykkja. Jeg skal að eins benda á það, að í 2. gr. frv., eins og það fór hjeðan ár deildinni, stendur: »Frá 1. okt. 1917 skulu allir búandi menn hafa næg hús fyrir allan búpening sinn«. En Ed. breytir þessu svo: »Frá 1. okt. 1917 skulu allir þeir, sem skepnur eiga, hafa næg hús fyrir þær allar«. Svo hefir Ed. bætt inn í 3. gr. orðunum »í brúkun«.