17.08.1915
Neðri deild: 35. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 897 í B-deild Alþingistíðinda. (1708)

104. mál, útflutningsgjald

Frsm. (Pjetur Jónsson):

Jeg skal bæta því við það, sem hv. form. fjárl.n. (S. B.) sagði, að jeg hefi leyfi nefndarinnar til þess að lýsa yfir því, að að svo miklu leyti sem þessi hluti síldartollsins ekki hrekkur til þessa eftirlits, þá standi þessir menn jafnt öðrum að vígi og eigi sams konar rjett til þess fjár, sem í fjárlögunum er veitt til sama konar eftirlits. Þetta er sagt til að sýna það, að hjer er ekki verið að fara fram á neina ósanngirni eða rjettarskerðingu.

Þar sem svo sýnist, sem síldarútgjörðarmenn nyrðra leggi með þessu móti meira fram, sama sem úr eigin vasa, til eftirlitsins, heldur en aðrir styrkþegar, þá er á það að líta, að hjer á líka að leggja meira í kostnað, meðan á eftirlitinu stendur, heldur en annarstaðar, ef 2 mótorbátar verða hafðir við Norðurland, eins og Fiskveiðafjelagið fór fram á.