07.08.1915
Neðri deild: 27. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 900 í B-deild Alþingistíðinda. (1715)

87. mál, lögtak og fjárnám

Flutnm. (Sveinn Björnsson); Þetta litla frumv. er fram komið eftir ósk ýmsra manna, sem standa að fríkirkjusöfnuðinum hjer í Reykjavík.

Eins og kunnugt er, fylgir lögtaksrjettur kirkjugjöldum þjóðkirkjunnar, en gjöldum fríkirkjunnar, sem jafnað er niður í samræmi við 2. gr. sóknargjaldalaganna, fylgir ekki lögtaksrjettur. Af þessu hefir leitt það, að ýmsir hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni og gengið í fríkirkjuna, til þess að losna við gjaldið til kirkju. Sá hefir þó aldrei verið tilgangur laganna. En raunin hefir orðið þessi, að ýmsir hafa undanfelt að greiða gjaldið, en hina vegar hefir ekki þótt leggjandi út í, að ná gjaldinu inn með málsókn, sem er dýr, með því að um svo lágar upphæðir er að ræða.

Því væri það heppilegt fyrir fríkirkjusöfnuðinn hjer og ef til vill sama konar söfnuði annarstaðar á landinu, ef þessum gjöldum væri gefinn lögtaksrjettur, enda er það í samræmi við tilgang laganna. Meðan á annað borð er skylt að greiða gjald til einhverrar kirkju, þá er óheppilegt, að menn skjóti sjer undan gjaldinu, en hjer er nú reynt að hamla því með þessu frumvarpi, sem að eins felur í sjer viðauka við 1. lið . 1. gr. lögtakslaganna frá 1885.