05.08.1915
Neðri deild: 25. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 908 í B-deild Alþingistíðinda. (1730)

86. mál, líkbrennsla

Flutnm. (Sveinn Björnsson) :

Eins og háttv. deild er kunnugt, þá var ætlast til þess, að kirkjugarðsnefndin íhugaði líkbrenslumálið. Að málinu athuguðu hefir hún ekki sjeð sjer fært að leggja það til, að komið yrði hjer á stofn líkbrenslu að svo stöddu. En hún er málinu hlynt og þykir æskilegt, að það mál kæmist í framkvæmd, er tök væru á því. En hjer vantar lög um þetta, sem ákvæðu, undir hvaða skilyrðum líkbrensla geti farið fram. Jeg hefi því leyft mjer að koma fram með þetta frumv. Það er ekki flókið eða margbrotið, og ef háttv. deild áliti málið þess virði, að það næði fram að ganga, þá sje jeg ekki sjerstaka ástæðu til þess, að nefnd fjalli um þetta mál.