07.09.1915
Neðri deild: 53. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 970 í B-deild Alþingistíðinda. (1810)

64. mál, aðflutningsbann á áfengi

Forseti (Pjetur Jónsson) :

Jeg verð að gjöra þá athugasemd, að tvær breytingatillögur, er snerta dagskrármálin, eru ekki nógu snemma fram komnar. Það er brtt. á þgskj. 794 við 1. mál á dagstrá (bannlagabreytingar), og brtt. á þgskj. 795 við 3. mál (verkfall opinberra starfsmanna). Þessar brtt. eru bornar fyrst fram nú á landi, og þarf því að leita afbrigða frá þingsköpunum. Með leyfi hæstv. ráðherra ber jeg það undir úrskurð deildarinnar, hvort þær megi koma til atkvæða.