07.09.1915
Neðri deild: 53. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 976 í B-deild Alþingistíðinda. (1818)

64. mál, aðflutningsbann á áfengi

Guðmundur Eggerz:

Jeg stend ekki upp af því, að jeg þykist þurfa að leiðbeina hæstv. forseta í þingsköpunum, heldur háttv. sessunaut mínum (S. B ). Það stendur sem sje svo í þingsköpunum:

»Breytingatillögu um atriði, sem búið er að fella í deild má eigi bera upp aftur í sömu deild á sama þingi«.

Það er ómótmælanlegt, að hjer er um sama atriði að ræða, sem hjer var felt á dögunum, þótt orðabreyting hafi verið gjörð. Skal jeg svo ekki fara um þetta fleiri orðum, en óska um það úrskurðar hæstv. forseta.