07.08.1915
Neðri deild: 27. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1033 í B-deild Alþingistíðinda. (1856)

93. mál, hagnýting járnsands

Jón Magnússon:

Jeg hjelt nú sannast að segja, að Alþingi hefði fengið nóg af saltgjörðarlögunum sælu, og við myndum ekki fá slík frumv. sem þetta hjer inn á þing fyrst um sinn. En fyrst svo er ekki, þá vil jeg minnast á það fáeinum orðum.

Ef á að veita slíkt leyfi sem þetta, þá verður að gæta þess vel, að það komi ekki í bága við nauðsynleg afnot landsmanna af sjávarsandi. Eina og málið liggur ná fyrir, er það alveg óverjandi, að samþykkja það. Yrði nefnilega frumv. samþykt, eins og það liggur fyrir, þá yrði að sækja um leyfi til þessa fjelags, sem einkaleyfið á að fá, til þess að fá sand til húsabygginga. Jeg veit, að það er svo hjer í Reykjavík, að allur sandur, sem notaður er til húsabygginga, kemur undir ákvæði frumvarpsins. Þetta verður að sjálfsögðu að laga.